Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Leið út úr fjármálalegum ógöngum

Hvað er til ráða út úr þeim efnahagslegum ógöngum sem við höfum komið okkur í?

Það sem skiptir meginmáli er að skapa traust og trúverðuleika gagnvart íslensku efnahagslífi. Eins og staðan er nú verður slíkur trúverðuleiki einungis skapaður með aðstoð erlendra aðila sem njóta alþjóðlegs trausts. Það er því í höndum íslenskra stjórnvalda að semja við slíka aðila um að tryggja nægjanlegt fjármagn og að gefa út sameiginlega yfirlýsingu um að enginn erlendur fjárfestir muni verða fyrir skakkaföllum vegna erlendrar lántöku bankanna.

Nærtækast er að gera slíkan samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að hann standi að fullu að baki íslenska ríkinu og Seðlabanka Íslands með nægjanlegt fjármagn. Það er eitt af megin hlutverkum hans að standa vörð um fjármálakerfi aðildarríkja sinna ef á þarf að halda eða m.ö.o. að vera seðlabanki seðlabankanna.

Þannig hefur hann í gegnum tíðina lánað gríðarlega fjármuni m.a. til Argentínu, Brasilíu og Rússlands og fengið það fé að mestu endurgreitt með vöxtum þegar þessar þjóðir snéru efnahagslífi sínu til betri vegar. Var ekki yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna fjármálakreppunnar í Asíu á tíunda áratugum sú að erlendir fjárfestar myndu ekki bera skaða af því öngþveiti sem þar skapaðist.

Vandi okkar er ekki skortur á fjármagni eða digrum gjaldeyrissjóðum heldur trúverðuleikabrestur, þ.e. traust alþjóðasamfélagsins á að við getum staðið við skuldbindingar okkar. Það ætlar enginn að verja krónuna með digrum gjaldeyrissjóðum. Við þurfum að fá stimpil um að við getum staðið við allar skuldbindingar okkar við erlenda aðila ef endurfjármögnun skammtímalána er á sanngjörnum og eðlilegum kjörum miðað við fjárhagslega stöðu bankanna.

Sameiginleg yfirlýsing íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að enginn erlendur fjárfestir muni tapa fjárkröfum á hendur bönkunum myndi slá á þann ótta sem nú ríkir.


Um bloggið

Jóhann Rúnar Björgvinsson

Höfundur

Jóhann Rúnar Björgvinsson
Jóhann Rúnar Björgvinsson
Höfundur er hagfræðingur
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband